13. ágúst 2011

Þannig að, ég gifti mig í sumar, 13. ágúst síðastliðinn. Það var í kringum brúðkaupsumstangið, ákveða þema, finna réttu hlutina o.s.frv. sem ég gerði mér grein fyrir að, mér finnst alveg fáránlega gaman að skipuleggja fagnað.

Ég safnaði hentugum flöskum, krukkum og dósum í um hálft ár, æfði uppsetningu með bónusblómum o.fl… sumar flöskurnar eru tilraunaglös sem átti að henda en Benni bjargaði úr vinnunni sinni… og þetta er afraksturinn.

Ég vildi ekki eyða miklum peningum í skreytingarnar og eins er ég ekki ,,fancy on the inside” eins og Phoebe (Friends) orðaði það svo skemmtilega þarna um árið 😉 

Þessar myndir sýna að e-u leyti afraksturinn af vinnunni, fyrstu fjórar eru frá æfingaruppsetningu og afgangurinn er úr aktúal brúðkaupinu.

Við vorum með æææðislegan ljósmyndara, Ólaf Þórisson, sem tekur leiðbeiningum MJÖG vel og hefur gott auga fyrir öllu sem er fallegt. Og smáatriðum og svona. Anyways…

Einstaka borð gátu skartað forláta leikfangabílum (sem ég held reyndar að hafi aldrei átt að vera leikföng per se…) sýróps- og lyftiduftskrukkur í bakgrunni og mynd frá 2010 af okkur Benna á Fimmvörðuhálsi.

Þessar myndir eru frá Óla:

Hárið liðaði ég sjálf en ég lærði pottþétta aðferð til þess á þessari vefsíðu. Þessar perlur voru utan um ljósaseríu sem tengdó keypti og hélt upp á. Komu sér ansi vel því ég vildi ekki vera með slör en vildi hafa eitthvað fallegt um hárið.

Stígvélin sem ég fékk í jólagjöf fyrir þremur árum. Pössuðu vel við kjólinn, sem við mamma hönnuðum (aðallega ég) og saumuðum (algerlega mamma) 🙂

Ég hannaði og gerði perlufestina. Vinkona mín (sem er förðurnarfræðingur) sá um förðunina.

Krítartöflunni sem við Benni gerðum var komið fyrir á gjafaborðinu. Pússa -grunna-rúlla með krítarmálningu, done!

Hluti af skreytingunum sjást þarna. Ég hefði viljað hafa fleiri myndir af skreytingunum, en þær eru víst ekki aðalatriðið í brúðkaupi (fékk samt 360 myndir sko, ekkert smáræði) 😉

Glervaran og dósirnar innihéldu ýmist: hnetusmjörs m&m kúlur (uppáhalds), kirsuber, blóm eða sprittkerti. Borðin voru hulin með: kartöflustrigapoka efni neðst, svo hvítt og matt akríl efni og dökkbrúnt tull (hvítur dúkur neðst).

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s