Afmælisboð

Mér finnst alveg virkilega gaman að baka og nýti mér tækifærið eins oft og mögulegt er. Þegar ég varð þrjátíu-og-þriggja í september síðastliðinum þá bauð ég að sjálfsögðu heim. Ég bakaði fjögurra laga súkkulaðiköku með eggjahvítukremi og smjörkremi og þrjár mismunandi tegundir af bollakökum. Hér eru myndirnar úr boðinu:

Hindberja og gulróta bollakökur, á standi sem ég setti saman sjálf, en aðferðina fann ég á þessari vefsíðu.

Svona forláta gamlir trékassar gera mikið til að skapa rétta andrúmsloftið. Kassinn undir glerflöskunum var upphaflega undir Johnny Walker viskýflöskur. Ég fann hann í Kolaportinu, pússaði og hvíttaði mjög lauslega svo stafirnir sæust áfram.

Kassann undir brauðið keypti ég nú bara tilbúinn í Húsasmiðjunni.

Mig hefur lengi langað í svona litlar glerflöskur, en fannst fáranlegt að sérpanta svoleiðis af netinu fyrir einhvern (allt of mikinn) pening þegar ég gat einfaldlega fundið eitthvað sætt í næstu matvörubúð. Þessar eru upphaflega undir Froosh (fást m.a. í Hagkaup). Það kostaði smávegis vinnu að fjarlægja miðana. Ég notaði kveikjuvökva (og uppþvottahanska, kveikjuvökvi er algert eitur) og þvoði flöskurnar svo vel með fuuuullt af sápu eftirá auk þess sem þær fengu að fara tvær ferðir í uppþvottavélina áður en ég þorði að nota þær undir matvæli.

Nýji ostabakkinn minn. Ég pússaði ósköp einfalda plötu, grunnaði hana og rúllaði með þremur lögum af krítarmálningu. Þannig gat ég skrifað nafnið á ostunum á bakkann sjálfan. Frekar töff en hugmyndina fékk ég héðan.

Kakan mín, sem átti að vera svo fín 😉 Hún reyndar náði alveg því takmarki, amk til að byrja með, en svo fór hún að halla í miðjunni, útaf eggjahvítukreminu. Mér sem fannst svo sniðugt að stífþeyta það og hafa á milli laganna til að halda þeim vel aðskildum. Ég gleymdi að með tímanum þá skilur eggjahvítan sig örlítið frá sykrinum…

Svo varð hún enn ójafnari vegna smjörkremsins sem ég hafði utan á, en það hélt sér alveg stórvel. Kakan var reyndar mjög bragðgóð. Og mjög moist, þökk sé öllu kreminu sem hvarf inn í hana. Live and learn, þetta fer bara í reynslubankann 😉

Eftirá að hyggja fannst mér fjólubláa skreytingin minna örlítið, bara pínkupons, á margfætlu… en það fannst það engum öðrum, eða, amk sagði enginn neitt, sem er nánast sami hluturinn 😉

Ég vildi hafa afslappað andrúmsloft og nógu mikið af einhverju girnilegu á boðstólum, ég held ég hafi nú alveg afrekað það 😉 Hvað finnst ykkur mikilvægt að muna í heimboðum?

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s