Gone bakin

Í tilefni af afmæli systur minnar langaði mig að baka þessa köku handa henni, en uppskriftina er að finna á þessari vefsíðu. Þessi kaka er algert monster:

Mér finnst svo gaman að svona hnallþórum, og því hærri sem þær eru því skemmtilegra 😉

Uppskriftin er hér að neðan. Ég fylgdi leiðbeiningunum meira og minna, með nokkrum smávægilegum breytingum; ég skipti út buttermilk eins og ráðlagt var á síðunni (ég er hvort sem er ekki með á hreinu hvað “buttermilk” er, eða hvort hægt er að kaupa hana á Íslandi) fyrir gríska jógúrt og jurtaolíu (1:1) og skipti vatninu út fyrir  ab-mjólk. Mér finnst vatn gefa þurra og óspennandi áferð meðan ab-mjólk gerir kökuna létta og mjúka, ekta Betty Crocker áferð 😉

Hvað varðar kremið þá gerði ég nákvæmlega eins og segir í uppskriftinni. Ég var ekki alveg að treysta því að rjóminn yrði ekki að smjöri við að þeyta hann með sykri í, (frekar basic örugglega fyrir marga ;)) þannig að ég leiðbeiningar hérna.

En.

Ég þorði ekki að treysta á að þeyttur rjómi mundi standa undir öllum þessum lögum (þetta átti ekki að gerast aftur). Þannig að þetta smjörkrem fór á milli laganna og utan um kökuna þeytta-rjóma kremið utaná.

 • Í kökuna:
 • 1 bolli smjör (ca. 227 g)
 • 2 bollar vatn (eða 1 bolli jurtaolía + 1 bolli ab mjólk)
 • 1 bolli jurtaolía (ekki extra virgin)
 • 3 bollar strásykur
 • 1 bolli kakó
 • 4 bollar hveiti
 • 4 stór egg
 • 1 bolli buttermilk eða grísk jógúrt
 • 1 msk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 1 msk vanillusykur eða vanilludropar
 • Þeytta-rjóma kremið:
 • 4 bollar rjómi
 • 1 1/4 bolli flórsykur
 • Súkkulaðið:
 • 100 g dökkt súkkulaði (ég notaði Siríus Konsúm súkkulaði, uppáhald á þessu heimili :))
 • 1/2 bolli rjómi
 • 2 msk sýróp (Lyle’s Golden er mjöög gott)
 • 2 tsp vanilla (ég sleppti þessu)
Svona leit deigið út þegar ég var búin að hræra. Eftirá að hyggja má alveg sleppa olíunni, þetta er frekar þykkt deig og hún gerir ekki mikið til að þynna. Auk þess varð kakan svolítið stökk en olían hefur einmitt þau áhrif.
Þetta er olían sem ég notaði í uppskriftina. Bara venjuleg sólblómaolía. Ég er jafn hrifin af öllum olíum öðrum en maísolíum og extra virgin olíum, sem ég held að sé ekki notað í bakstur (gæti vel verið rangt hjá mér). En ég reyni aðforðast maís og vörur sem innihalda maís, útaf þessu.

Gríska jógúrtin. Ég er mjög hrifin af henni í matargerð, en hugsa að ég noti bara ab-mjólk í staðinn næst. Hún er líka með þessa lifandi gerla sem eru svo góðir fyrir meltinguna… nema hvað að þeir lifa sennilega ekki af bökunina. Oh well.

Kakan hefaðist mjög vel. Kannski notaði ég aðeins of mikið lyftiduft…

Svo var komið að því að jafna kökuna. Þá er toppurinn tekinn af, til að fá beinni línu og fallegri köku. Þennan fann ég í IKEA en það er örugglega hægt að fá svona á mörgum stöðum.

Hún var soldið vel stökk, ég þurfti smá hjálp frá einhverju með biti til að byrja. Annars hefur verið nóg að bíða bara þar til kakan hefur náð herbergishitastigi, en til að tryggja að ég skemmi hana ekki þá byrja ég alltaf svona.

Voila!

Þetta er ósköp einfalt: kaka, krem, kaka, krem. Kakan þarf að vera alveg kólnuð því annars bráðnar kremið í burtu og maður fær allavega lagaða köku sem er sennilega blaut í miðjunni… til að tryggja að það gerðist ekki, og að kremið héldi kökunni uppi og rynni ekki í burtu, þá var ferlið eftirfarandi; kaka, krem, kælir í 10 mín, kaka, krem o.sfrv. Svona smjörkrem stífnar vel inni í kælinum og lögin haldast á sama stað.

Ég er alveg að meta þessa spaða sem ég keypti til að slétta krem með.

Á efsta lagið fara svo súkkulaðihúðuð jarðaberin. Afgangurinn súkkulaðinu fór svo á kökuna. Það er mjög mikilvægt að bíða þar til súkkulaðið hefur náð stofuhita, annars bræðir það kremið. Persónulega yrði ég MJÖG gröm út í sjálfa mig að klúðra einhverju á lokastiginu…

Voila!

Ég væri alveg til í að prófa að hafa lögin þynnri og hafa jafnvel fleiri lög í staðinn. Hún fékk viðurnefnið Willie Wonka kakan í boðinu, því hún varð ekki fullkomlega lóðrétt eins og ég hafði ætlað henni að verða. Efsta lagið er áberandi þynnst, ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þarna…

Kakan var svo stór að ég var viss um að meira en helmingurinn mundi skemmast, en eftir afmælisveisluna fór ein frænka mín með afganginn til annarrar frænku minnar. Sú fór svo með kökuna í vinnuna daginn eftir þar sem hún var kláruð. Mömmu þótti hún góð, en betri á öðrum og þriðja degi. Ég er nokkuð sátt 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s