Jack Skellington kökupinnar

Ég hlakka svo til Hrekkjavökunnar og hef verið að undirbúa ýmislegt í tilefni dagsins. Ég var alveg ákveðin í að hafa eitthvað heimagert nammi fyrir þessa krakkagrislinga sem banka upp á (ég er sem betur fer ekki ein um að finnast Hrekkjavakan skemmtileg ;)). Í netvafrinu hef ég meðal annars fundið þetta. Ég dýrkaði The Nightmare Before Xmas og var Jack Skellington í miklu uppáhaldi hjá mér í langan tíma eftir að myndin kom út! Þessir kökupinnar eru mjög einfaldir, það eina sem þarf er:

Pinna (ég keypti mína í Allt í Köku)

Súkkulaðipenna (e. Candy Writer, fæst líka í Allt í Köku)

Hvítt súkkulaði

Einhverskonar hringlaga kökur (ég steikti svoleiðis sjálf til að fá nákvæmlega stærðina sem ég vildi, af uppskrift sem ég fann af netinu. Og breytti smá. Ofc. ;)) Hérna er uppskriftin:

  • 113 g smjör við herbergishita
  • 1/2 bolli af vatni (ég notaði 1/4 bolla vatn og 1/4 bolla ab-mjólk)
  • 5 tsk þurrger
  • 1/4 bolli sykur (held það megi vera aðeins meiri sykur)
  • 1/2 tsk salt
  • 1 bolli hveiti
  • 3 egg og eina eggjarauðu
  • börkur af einni sítrónu (ég notaði lime, átti ekki sítrónu)
  • Bætti líka við ca 30 mL af appelsínusafa, til að fá sterkara zest bragð.
  • 4 bollar af jurtaolíu (tll steikingar, ég notaði bara lítinn pott og setti einhvern slatta)
Ég byrjaði á að hita vatnið og blanda því saman við gerið, bætti út í smá sykri (fyrir gerinn) og lét blönduna svo í friði til að leyfa gerinu svo að virkjast aðeins, svona korter. Á meðan blandaði ég hin þurrefnin og lime börkinn saman í skál.
Þegar nægur tími var liðinn bætti ég þurrefnunum út í, og svo eggjunum. Passa að hræra ekki of lengi, annars myndast glúten þræðir sem gera deigið seigt. Ég hræri oftast ekki lengur en 2, 3 mínútur.
Svo leyfði ég deiginu að hefast.
Þegar deigið var tilbúið rúllaði ég því út á hreint borð með smávegis hveiti undir. Ég reyndi að hafa það jafnþykkt alls staðar og skar út litla sæta hringi með kökumóti, til að allir hausarnir yrðu jafnstórir.

Súkkulaði litapenninn minn. Hann virkaði bara mjög vel, nema hvað að það er sennilegra sniðugra að hita í vatnsbaði, til að súkkulaðið bráðni allt jafnt og fallega. Ég er alltaf svo óþolinmóð, hitaði í örbylgjunni á 800W í svona 30-40 sek. Ég ætlaði upphaflega að kaupa matarlitarpenna til að teikna andlitin með, en dömurnar frá Allt í Köku bentu mér á að það er erfitt að teikna á súkkulaði vegna þess að fitan hrindir litnum frá.

Ég vissi það alveg.

Hvítt bráðið súkkulaði, í yndislega kitch-aða pottinum mínum. Ég hef enga sérstaka formúlu við að bræða súkkulaði, set hitann bara á lægsta, hræri og slekk þegar nánast allt er bráðnað. Mér hefur aldrei tekist að brenna súkkulaði þannig að ég er ekki að fara að skipta um aðferð. Kannski má setja hvítan matarlit út í þannig að súkkulaðið verði hvítara. Ég gerði það allavegana ekki og Skellingtonarnir mínir voru áberandi gulari en hjá Cookbook Queen dömunni sem ég fékk hugmyndina hjá.

“Höfuðið” komið á pinnann.

Hérna sá ég að það má ekki hrista umfram súkkulaðið af of duglega, kúlan byrjaði að halla aðeins of mikið í aðra áttina…

Mér fannst hæfilegt að húða kúlurnar tvisvar með súkkulaði og skellti pinnunum í kæli í ca 10 mínútur þess á milli, og líka áður en ég fór að mála andlitið á hann.

Voila! Eitt stykki Jack Skellington á priki (eða fjögur reyndar í þessari umferð :)).

Ég steikti kúlurnar daginn áður og stakk inn í frysti, til að þurfa ekki að gera allt sama daginn. Allt svona er auðvitað langbest nýsteikt, en ef það fer strax í frysti þá er lítill munur á. Ég sverða…

Einhverntímann ætla ég að prófa að gera svona með sykurmassa. Þá væri hægt að teikna andlitið á með matarlit í staðinn fyrir súkkulaði, sem er örugglega talsvert snyrtilegra. En þá þarf ég fyrst að massa sykurmassatækni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s