Perutertu bollakökur

Fyrst að þetta blogg heitir einu sinni La Vie en Cupcake (eftir laginu La Vie en Rose eftir Edith Piaf) þá datt mér í hug að setja eins og eina færslu um bollakökur.

NB þá finnst mér nafngiftin bollakökur yfir cupcakes vera óþjált. Of margir stuðlar:

Boll-Ak-Ök-Ur

Ég vildi að orðið smákökur væri ekki upptekið. Ef einhver er með betra (eða bara annað) orð yfir þessar elskur, endilega deilið því með mér.

Anyways…

Þetta er basically peruterta í bollakökuformi. Þessar eru mjög einfaldar, ég fór (nánast alveg) eftir uppskriftum frá kjánaprikunum. Hérna eru þær:

  • 4 egg
  • 150gr sykur
  • 150gr hveiti
  • 1 tsk lyftiduft

Kremið:

  • 50gr suðusúkkulaði (notaði eina plötu eða 100 g Síríus Konsúm súkkulaði)
  • 3 eggjarauður
  • 4 msk flórsykur (cirkaði þetta)
  • 1 peli rjómi (cirkaði líka þetta því ég var með stærri einingu)
Ég stífþeytti egg og sykur, sigtaði saman hveiti og lyftiduft og blandaði saman við eggjahræruna. Setti svo ca 3/4 af deiginu í hvert muffinsform, þá rísa þær svona glæsilega upp úr forminu.  Það á að baka þær við 180-200°C. Ég hitaði ofninn í 200°C og lækkaði hann svo niður í ca 180°C þegar kökurnar fóru í ofninn (trikk af Pinterest) í ca 20 – 25 mín.
Kremið gerði ég alveg eins og leiðbeiningarnar sögðu til um hjá kjánaprikunum: þeytti og geymdi í kæli, bræddi og kældi súkkulaðið, þeytti eggjarauðurnar og flórsykurinn vel saman (í nýju KitchenAid hrærivélinni minni ;)), blandaði súkkulaðinu (tiltölulega) varlega saman við og bætti að lokum þeytta rjómanum við með sleikju.
Hérna eru þær sætar og nýkomnar úr ofninum. Ég leyfði þeim að kólna að herbergishita til að það yrði auðveldara að skera þær.
Svo skar ég með stórum kjöthníf í þær frá hlið, ýmist fimm eða sexhyrning. Hvort þú endar í fimm eða sexhyrningi er ekkert heilagt, svo lengi sem þú skerð holu úr kökunni.
Svo er bara að ná bitanum úr. Ég notaði hnífinn, ekkert mál.
Svo var komið að því að setja fyllinguna í sárið. Fyrst hellti ég smávegis af perusafa ofan í og passaði mig að hella ekki í botninn heldur bara í hliðarnar og leyfa þyngdaraflinu að sjá um rest. Annars gæti botninn orðið of blautur.
Svo setti ég bitann aftur á og ca eina matskeið eða svo af kremi ofaná.
Eitt sem þarf að passa upp á:  að skera ekki of djúpt niður, annars gæti komið gat í botninn vegna bleytunnar frá perunum, safanum og kreminu.
Ég opnaði eina stóra dós (1 kg) af perum fyrir þetta, sem var of mikið magn. Ég skar perurnar í litla bita til að koma þeim auðveldlega fyrir í kökunum. Það væri líka hægt að skera aðeins stærri bita og hafa einn slíkan í hverri köku. Svona er auðvelt að stýra magninu af perum sem fer í hverja köku. le eiginmaður bað t.d. um að 0 g af perum færu í hans kökur. Ég varð að sjálfsögðu við þeirri beiðni 😉
Annað sem mér persónulega finnst sjálfgefið en virðist eitthvað vefjast fyrir sumum: það er í lagi að borða þessar með gaffli, sérstaklega ef þær eru mjög háar 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s