Hrekkjavökugleði

Mér finnst svo gaman að halda heimboð, velja þema, baka, skreyta og undirbúa. Hrekkjavakan er sko engin undantekning. Hér eru nokkrar myndir úr gleðinni um helgina:

Bú!

Nýbúin að brjóta sykurglerið í bollakökurnar.

Þessi hnöttur átti að hýsa Jack Skellington kökupinnana. En fyrst þurfti að hrekkjavaka hann aðeins upp…

Svona! Mikið betra. Ég skar í hnöttinn til að hann kæmist betur fyrir í kassanum, spreyjaði heila klabbið með svörtu spreyji og gerði göt á hann hér og þar fyrir pinnana. Þess má geta að spreyjið leysti hnöttinn aðeins upp, þannig að það komu svona örlitlir gígar í hann. Það gerði ekkert til þar sem þemað var Hrekkjavaka og hann varð bara meira töff fyrir vikið, en þetta gæti skemmt fyrir við öðruvísi aðstæður og þemu.

Við létum það eftir okkur að fá okkur grasker. Hér er le eiginmaður að vinna í gripnum.

Og svona kom kallinn bara ljómandi vel út 🙂

Sykurglers bollakökurnar mínar heppnuðust ansi vel. Ég notaði djöflatertuuppskrift (afar viðeigandi) í kökurnar sjálfar og gerði ganache krem úr hvítu súkkulaði og rjóma. Einnig eru þær fylltar með ganache kreminu. Glerinu stakk ég þvínæst ofan í og skreytti svo með nokkrum dropum af heimatilbúinni hindberjasósu sem “blóð”.

Hér gefur að líta mestann hlutann af veisluborðinu. Nánast allt komið á borðið, búið að kveikja á kertum, köngulóavefur í glugganum, rauðvín og vodka fyrir þá sem vildu í flöskum með hrekkjavökulegum merkingum (“swamp fog”=rauðvín og “vampire fangs” sem hvítvín.  Af því vodka brennir hálsinn. Æi whatever, næst finn ég eitthvað sem passar betur, en miðarnir voru bara svo töff).

Það gekk ansi hægt að gera kökupinnana, súkkulaðið í pennanum mínum storknaði í stútnum og vildi ekki leysast upp, þrátt fyrir langa dvöl í heitu vatnsbaði. Less than ideal verð ég að segja.

Meiri djöflatertubollakökur, en með súkkulaði- og hnetusmjörskremi. Þeir standa á kökustandi sem ég gerði sjálft og spreyjaði svarta fyrir gleðina. Ef ætlunin er að nota diska til búa til þinn eiginn kökustand skaltu passa að velja matta diska. Annars festist spreyjið ekki á. Það lærði ég af reynslunni.

Nærmynd af sykurglers bollakökunum mínum. Draugarnir í bakgrunninum.

Ég bað Erlu vinkonu að pósa aðeins fyrir mig með sykurglers bollakökuna sína. Hún gerði það svo snilldarvel að kærastinn hennar stóðst ekki mátið og laumaði sér í myndina á síðustu stundu. Vel gert!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s