Baby shower

Ég er með barnaboð (e. baby shower) á heilanum þessa dagana. Mér finnst þetta fyrirkomuleg einfaldlega miklu sniðugra: að bjóða vinum og vandamönnum heim í kaffi og með því og ræða um kyn eða nöfn, barneignir, barnaföt, uppeldi og bara allt sem tengist börnum. Afþví það má við þetta tilefni og er viðbúið að talað verði um þetta. Ég gleymi því ekki hvað ég datt mikið inn í þessa umræðu þegar ég var ólétt. Önnur vinkona mín var ólétt líka, þá þriðju langaði og sú fjórða er alger barnagæla. Við töluðum varla um annað á tímabili. Fimmtu vinkonunni, sem var alls ekki í barnahugleiðingum á þessum tíma, fannst við alveg hundleiðinlegar. Mikið skildi ég hana, en mikið skil ég okkur samt líka, sjáðu bara þetta krútt 😉

En ég er aðeins farin út af sporinu hérna.

Hérna eru kostirnir sem ég sé við að halda barnaboð FYRIR fæðingu í stað sængurheimsóknarinnar sem nú er við lýði:

1. Mamman og allir aðrir sem mögulega hafa le bebe fever hafa leyfi til að einbeita sér algerlega að þessu eina umræðuefni:le BEBE, það væri viðbúið.

2. Mamman hefði orku og tíma til að halda heimboð. Hún væri nefnilega ekki með NÝFÆTT BARN til að hugsa um (að því gefnu að hún hefði góða heilsu, annars getur pabbinn örugglega framreitt eitthvað girnilegt, nú eða pantað veisluþjónustu, tjah eða skroppið í næsta bakarí. Af hverju ekki?)

3. Gestir gætu komið með gjöf handa barninu í stað þess að koma með sængurgjöf eftir fæðinguna (jafnvel notað tækifærið og komið með notuð föt, græjur eða hvað annað ef átti að lána verðandi foreldrum).

4. Það verður ekki gestagangur heilu og hálfu dagana dagana hjá nýbökuðu foreldrunum.

Og síðast en ekki síst (og ég er ekki sýklafælin, en, kommon):

5. NÝFÆDDU barninu verður ekki drekkt í óhjákvæmilegri sýklaflórunni sem fylgir svona gestagangi.

Ókostir:

Ég sé aðeins einn ókost við að haga hlutunum svona. Að fá ekki að sjá (eða knúsa) nýfædda barnið þegar það kemur í heiminn.

Það er að sjálfsögðu leiðinlegt að sjá ekki litla krúttið meðan það er glænýtt. En fyrir utan það, þegar allt er tekið með í reikninginn, er þetta ekki betra fyrirkomulag?

Anyways, hér eru nokkrar myndir af ótrúlega smart barnaboðum sem ég hef verið að sanka af mér undanfarið. Ég man ekki hvaðan ég fékk þær, lofa að geta upprunans næst 🙂

Fallega uppbúðið borð og yndislega viðeigandi litapalletta.

Annað sjónarhorn.

Og annað. Þessir vasar eru georgeous! Líka blómin 🙂

Ótrúlega flottar kökur. Á kökuna til hægri hefur nafn hins væntanlega barns verið ritað. Það er ekkert óalgengt að vera ekkert að laumupúkast varðandi kyn eða jafnvel nafnið í BNA. Ég fíla það, það er engann veginn það eina sem er spennandi við nýja barnið. Heill nýr einstaklingur er að koma í heiminn: með hafsjó af persónuleika, áhuga og undrun á heiminum, ungbarnalykt, krúttilegum hljóðum, og slefi. Yndislegt!

Annað uppálagt borð.

Glösin eru svo falleg og krúttileg eitthvað með borða utan á sér. Og rörin gefa punktinn yfir i-ið finnst mér, mjög retro 🙂

Staupglös með tómatsafa á fallegum standi.

Annar töff standur í bakgrunni.

Ætli þetta sé ekki verðandi mamman? Voða sætt, peysan í stíl við borðann 🙂

Advertisements