Sykurpúðar

Jólin nálgast óðum og þá er gaman að eiga fullt af einhverju jólalegu nammi. Mér finnst fátt eitthvað kósí jólalegra en kakóbolli með rjóma… eða jafnvel sykurpúðum. Það eru svooooona margar uppskriftir af sykurpúðum á netinu og allir bloggararnir hamast við að segja að þetta sé ekkert mál

Ég lagði í að prufa. Tók ekki nema þrjár tilraunir með sykurbráðið þar til vel tókst 😉 Enníveis, það sem þarf:

Hrærivél, hitamælir fyrir sælgæti (upp í 200°C), bökunarmót, bökunarpappír, sleikju og potta.

Hráefni: 1 pakka/12 blöð af matarlími (ég notaði Gelita)

2 bollar/450 g sykur

2 stórar eggjahvítur (55g), við herbergishitastig

1 bolli/2.5 dl vatn

1/4 tsk salt

1 tsk vanilludropar

1 tsk piparmyntubragðefni (ég fékk mitt úr Allt í Köku)

Smá flórsykur og kartöflumjöl í bland til að húða sykurpúðana

Smjörsprey (ég notaði PAM)

1x Trépinna/grillpinna/tannstöngul

Aðferð:
1. Það fyrsta sem maður gerir er að gera mótið sem sykurpúðablandan á að stífna í tilbúna.  Gott er að nota mót sem auðvelt er að koma sykurpúðunum upp úr aftur og sem gefur þér ágætlega háa sykurpúða (t.d. ekki nota ofnskúffuna, ekki fyrir þetta magn af sykurpúðum amk).
Ég spreyjaði mótið fyrst með PAM, setti svo smjörpappírinn ofan í og spreyjaði létt yfir aftur, just in case.
Bökunarmótið er “ready for action”.
2. Leysa matarlímplöturnar upp í vatninu og hita á vægum hita þar til allt er bráðnað. Setja bragðefnin út í (felur alveg lyktina af matarlíminu, sem er bara alveg ágætt).
Matarlímið að bráðna.
Matarlímið að bráðna.
3. Í annan pott fer hinn helmingurinn af vatninu, sykrinum og saltinu og matarlímið sem hefur verið brætt (það hlýtur að vera í lagi að hella bara öllu saman strax, frekar en að bræða matarlímið fyrst og hella því svo út í). Svo þarf að hita þessa blöndu upp að 118¨C (ég klúðraði þessu skrefi tvisvar, fyrst hitaði ég ekki nóg og svo of lengi þannig að sykurinn brúnaðist og sykurpúðanir urðu allir brúnir. Í þriðja skiptið hitaði ég bara þartil mér virtist sykurinn vera byrjaður að brúnast. Það var við ca 110°C).
Á meðan beðið er eftir sykrinum eru eggjahvíturnar þeyttar. Bæta saltinu út í. Eggjahvíturnar  eiga að vera orðnar ágætlega stífar þegar sykrinum er bætt út í.
Sykurinn og bragðefnin kominn í pott.
4. Sykur/matarlíms/bragðefnablöndunni er bætt út í eggjahvíturnar.
Sykurblöndunni hellt út í. Passa að láta bununa ekki snerta þreytarann, annars slettist hann út um allt og festist við hann.

5. Þvínæst er öllu hellt í bökunarmótið og sléttað með sleikju.Þessi mynd af af 1stu tilraun. Blandan á að vera ögn þykkari.

6. Það er alveg sniðugt að passa að magnið af bragðefnum (blandað saman við litarefni til að gera þetta smá sætt) sé ekki of mikið.Gera sæta hringi með trépinnanum. Svona “marble” effekt.

7. Leyfa sykurpúðunum að stífna í amk 3 klst eða yfir nótt. Skera í sæta bita eða jafnvel nota piparkökuform. Strá fyrst flórsykur+kartöflumjölsblöndu yfir, annars festist hráefnið við). Ég spreyjaði hnífinn sem ég notaði í sífellu með Pam, held að hitt sé smekklegra.Voila! Og:

Voila! Svona er þetta nú krúttilegt. En ef ég á að segja alveg eins og er þá finnst mér nú bara eðal íslenskur rjómi passa betur með heitu súkkulaði. Grillaðir sykurpúðar hinsvegar, með súkkulaði og banana… namm!

Varðandi geymslu á þessum elskum: Geymast góðir í tupperware eða álíka í um viku.

Advertisements