Matvælafræði-rant

Mig langar að miðla af þekkingu minni hérna: þeir vita það sem þekkja mig nógu vel að ég er með BS-gráðu í matvælafræði. Mig langar að koma áfram því mikilvægasta sem ég lærði af þriggja ára námi mínu við Háskóla Íslands (kemst fyrir á einni bls):

 vs. 

#1: Aldrei kaupa frystiskáp, heldur frystikistu. Kalt loft er þyngra en hlýrra loft og í hvert sinn sem þú opnar skápinn ,,dettur” kalda loftið út og hlýrra loft þrýstist inn. Þetta hefur áhrif á þær vörur sem eru inni í frystinum því þær safna lagi af frystu vatni utan um sig og í þeim er einnig vatn. Vörurnar eru því í hvert sinn örlítið að þiðna/frystast aftur, þiðna/frystast aftur..

Í stuttu máli sagt; þetta gerist ekki ef þú ert með frystikistu. Þá kemst kalda loftið ekkert.

#2: Verslaðu í verslunum sem geyma kæli- og sérstaklega frystivörur sínar í kistum, af sömu ástæðu.

#3: Einnig geymast frystar vörur betur í -18° C frosti heldur en t.d. í -45°C frosti eins og sumar frystieiningar bjóða upp á.

#4: Spínat er ágætisfæði með tilliti til trefja og fleiri góðra kosta, en ef þú ert að hugsa um að hressa upp á járnbirgðir þínar þá mæli ég frekar með að þú fáir þér t.d. lifrarpylsu og skolir henni niður með appelsínusafa (helst úr lífrænum appelsínum, þær eru safameiri, ef ekki hollari). Lifur inniheldur mikið af járni því allar lífverur sem hafa lifur geyma járnbirgðir sínar í lifrinni. Blóðmör er líka góð af sömu ástæðu (mikið járn í blóði). En appelsínusafi inniheldur C-vítamín, sem eykur upptöku á járni.

Spínat inniheldur mikið magn af járni, en eins og með flest grænmeti er það í formi Fe2+ og á líkaminn mun auðveldara með að taka inn járn í formi Fe3+ (sem finnst í kjötvörum). En aðalástæða þess að spínat gerir lítið fyrir járnbirgðir þínar er sú, að það inniheldur einnig mikið magn af oxalötum, en það er efni sem ‘grípur’ járnið og gerir líkamanum ókleift að taka það upp í smáþörmunum. Einnig draga trefjar (og fítöt, finnst í heilhveitiafurðum) úr frásogi.

Ef kjöt er ekki vinsæll valkostur má fá sér fisk eða þurrkaða ávexti eins og t.d. rúsínur og sveskjur.

#5: ef maturinn lyktar í lagi, þá eru yfirgnæfandi líkur á að það sé í lagi að borða hann (þ.e. að maturinn sé ekki skemmdur). Matvælafræðingar og verktæknar eru nú í óðaönn að hanna ,,rafnef” sem ‘þefar’ af matvælum og greinir þannig hvort þau eru í lagi eða ekki. Við erum með prýðisgott nef framan á okkur sem greinir með nokkuð mikilli nákvæmni hvort óæskileg efni hafi myndast í matnum eða ekki. Þetta er raunverulega ástæðan fyrir því af hverju við finnum lykt, þróunarfræðilega séð.

That is all.

Advertisements